-
Bókanir. Bókanir fara fram í gegnum vefsíðuna, með tölvupósti: info@eldhraun.is eða gegnum síma: +354 694 1259
-
Greiðsla. Fullnaðargreiðslu er krafist fyrir mætingu.
-
Afbókanir. Ef afbókun eða breyting á bókun berst eigi síðar en 7 dögum frá komudegi þá er ekkert aukagjald tekið. Ef afbókun eða breyting berst síðar eða ekki er mætt þá er fullt gjald skuldfært eins og kemur fram á staðfestingu.
-
Börn og aukarúm. Öll börn eru velkomin. Ekki er tekið gjald fyrir börn á aldrinum 0-8 ára sem þurfa ekki aukarúm. Eitt barn 0-2 ára gistir án gjalds í sinni vöggu/burðarrúmi. Að hámarki eitt barn í vöggu/burðarrúmi kemst í herbergi. Það er ekki pláss fyrir auka rúm eða dýnu í herbergi.
-
Gæludýr. Gæludýr eru ekki leyfð.
-
Force Majeure. Eldhraun ber ekki ábyrgð á afleiðingum sem rekja má til óviðráðanlegra afla (force majeure) hér með skilgreind þannig, að þau taki til ófriðar (hvort sem um stríðsyfirlýsingu er að ræða eða ekki), styrjaldaraðgerða, byltinga, uppreisna, uppþota, fjöldauppnáms, múgæsinga, sprenginga, eldsvoða, jarðskjálfta, eldgosa, storma, flóðbylgja, flóða, ísa, þurrka, eldinga, sóttkvía, flutningsbanna, almennrar stöðvunar á flutningum eða siglingum, eða hvers kyns ámóta atvika sem ekki er unnt að koma í veg fyrir eða hafa stjórn á með eðlilegum ráðum af hálfu aðilanna. Í þessu tilliti skulu óviðráðanleg öfl (force majeure) einnig taka til allsherjarverkfalla, staðbundinna verkfalla eða ámóta vinnutruflana á Íslandi, sem aðili sá, er fyrir slíku verður, hefur ekki getað komið í veg fyrir eða haft stjórn á, þótt hann hafi beitt öllum eðlilegum ráðum, sem honum voru tiltæk, en eingöngu um þann tíma, sem aðilanum var ókleift að binda endi á ástandið með öllum slíkum ráðum, sem honumvoru tiltæk.