212fm hús byggt árið 2009.
Í húsinu eru 8 herbergi með salerni í hverju herbergi. Eitt sturtuherbergi er í húsinu með 2 sturtum, og þaðan er hægt að ganga beint út í heita pottinn. 16 geta gist í húsinu. Gott bílastæði er fyrir utan þar sem auðvelt er að koma fyrir ferðavögnum fyrir stærri hópa. Þetta hús er veiðihús fyrir Eldvatn í Meðallandi en í almennri útleigu yfir sumar og vetur meðan sjóbirtingsveiðin er í hvíld.
Innifalið er uppábúin rúm, handklæði og þrif.
Einnig er að finna í húsinu helstu nauðsynjar eins og sturtusápa, kaffi, te, sykur og matarolía.