Karfan mín

0 vörur - 0 ISK

Fréttir

14. Apríl 2014

 

Veiðin hefur farið ágætlega af stað þetta árið. Veður hefur verið milt og fisk að finna upp um alla á.  

Nýjustu veiðifréttir er alltaf að finna á fésbókarsíðu Eldvatns   https://www.facebook.com/Eldvatn

3. Febrúar 2014

Lokatölur 2013 eru í heild 229 fiskar.

Sjóbirtingur 190 , Lax 34 , Bleikja 5

Stærsti sjóbirtingurinn var 90cm langur hængur veiddur í Hvannkeldu 27 September, áætluð þyngd er 16-17 pund.

Stærsti laxinn var 12 pund og veiddist fyrir ofan foss, fjölmargir laxar vógu 10-11 pund.

Stærsta bleikjan vó 5 pund og veiddist við Réttina.

 

1. Febrúar 2014

Klakveiðar og kreisting heppnaðist vel og áætlað er að um 20.000 kviðpokaseiðum verði sleppt vorið 2014.

 

Nóvember 2013

Ákveðið hefur verið að bjóða veiðimönnum upp á að kaupa stakar stangir í Maí .

 

Nóvember 2013

Fyrstu vorveiðihollin eru komin í sölu hérna á vefsíðunni. Er ekki við hæfi að kíkja á þetta skemmtilega myndband úr vorveiði í Eldvatni í Meðallandi .

 

Nóvember 2013

Núna í nóvember verða laus holl 2014 sett í almenna sölu. Takmörkuð vorveiði verður í boði þannig að fylgist með !

 

Október 2013

Nú er búið að pakka saman stöngunum þetta árið. Veiðin var mjög góð og komu sterk skot strax í Ágúst mánuði sem kom skemmtilega á óvart. Töluvert veiddist af laxi.

 

Maí 2013

Veiðifélagið Unubót er nýr leigutaki Eldvatns í Meðallandi. Veiðifélagið Eldhraun mun , í samstarfi við veiðifélagið Unubót sjá um veiðileyfasölu. Hér á þessari vefsíðu er hægt að sjá lausa daga sem eru í boði og ganga frá kaupum.

Það eru engar vörur í þessum flokk.