Karfan mín

0 vörur - 0 ISK

Eldvatn í Meðallandi

Veiðleyfi í Eldvatni í Meðallandi

Eldvatn í Meðallandi er í vestur Skaftafellssýslu. Svæðið eru um 270 km frá Reykjavík og um 15 mín akstur frá Kirkjubæjarklaustri. Veiðihúsið stendur við Meðallandsveg nr 204 við brúnna yfir Eldvatn.

Eldvatnið er ein af stóru sjóbirtingsánum og hýsir marga stóra sjóbirtinga. Töluvert veiðist einnig af laxi og bleikju. Veiðitímabilið er frá 1. apríl til 10október. Athygli er vakin á því að strax í byrjun ágúst byrjar sjóbirtingurinn að ganga af krafti og einnig hefur veiðst töluvert af laxi í ágúst mánuði.  Veiðin hefur verið um 300-400 fiskar á ári , lax( 15%) , sjóbirtingur(85%) og einstaka bleikja . Bleikjan í Eldvatninu getur orðið rígvæn.

Veiðisvæðið er víðfemt og nær frá fyrsta veiðistað um 20km inn í Eldhraunið, áin skiptir sér í 3 kvíslar þegar ofar dregur og býður upp á ógrynni af fallegum veiðistöðum í magnþrunginni náttúru. 4x4 Jepplingur er nauðsynlegur til að geta ferðast um svæðið.

Hér til vinstri er hægt að skoða laus veiðileyfi í Eldvatni í Meðallandi, hægt er að ganga frá bókun og greiðslu hér á vefnum.

Heimilt er að veiða á 6 stangir og gildir veiðileyfið á vatnasvæði Eldvatns í Meðallandi, þó að undanskildum Steinsmýrarvötnum og vatnasvæði Botna.

Eingöngu er leyfð veiði á flugu og öllum sjóbirtingi skal sleppt. Heimilt er að hirða lax og bleikju. Í vorveiði skal öllum fiski sleppt.

Í samvinnu við alla landeigendur á vatnasvæði Eldvatns og veiðimenn verður ráðist í ræktun og sleppingar á sjóbirtingsseiðum í þeim tilgangi að viðhalda og byggja upp stofn skaftfellska sjóbirtingsins. Klakveiðar munu hefjast haustið 2013.

Á árbakkanum stendur glæsilegt veiðihús sem var tekið í notkun 2009. Gisting er innifalin í veiðileyfum en greiða þarf aukalega fyrir uppábúin rúm og þrif. Húsið er mjög rúmgott með 8 , 2gja manna herbergjum og í hverju herbergi er salerni. Sturtur eru sameiginlegar.  Fullbúið eldhús er til staðar ásamt rúmgóðri setustofu. Gasgrill fylgir einnig með og heitur pottur er á pallinum.

Hægt er að skoða mikið úrval af ljósmyndum í myndasafni okkar með að ýta á HÉR

Á facebook síðu Eldvatns koma reglulega inn aflafréttir og ljósmyndir. https://www.facebook.com/Eldvatn?hc_location=stream

 

 

Flokkar